Þóra Björk Scham is both a textile designer and a painter. …..
Þóra Björk Schram hannar bæði textílverk og málar málverk. Hún byggir list sína á margvíslegri tækni, litameðferð og notar mynstur sem hún vinnur með og blandar á einn eða annan hátt bæði í málverkin og textílinn. Þóra Björk leikur sér með áferð, mynstur og stemmningu. Verk hennar hafa sterka skírskotun í íslenska náttúru sem er henni mjög hugleikin og hún vísar í veðurfar, landslag, birtu og liti til að ná fram stemmningu í hönnun sinni. Hún vinnur verkin sín í mörgum lögum þannig að litirnir öðlast mikla dýpt og um leið skapast viss dulúð í myndunum.